fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Harður árekstur á Sandgerðisvegi: Lögregla veitti ökumanninum eftirför – Var á stolnum bíl

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. janúar 2020 11:09

Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu vegna umferðarslyss sem varð á Sandgerðisvegi á laugardag.

„Ökumaðurinn sem veitt var eftirför ók stolinni bifreið. Hann var jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur og leiddu sýnatökur í ljós að sú var raunin. Þá ók hann sviptur ökuréttindum og gerðist einnig sekur um hraðakstur. Hann sætir nú síbrotagæslu. Lögreglumennirnir sem eftirförina veittu höfðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð,“ segir lögregla í tilkynningunni.

Slysið varð með þeim hætti að tveir bílar, sem komu á móti hvor öðru, lentu í árekstri. Sandgerðisvegi var lokað í um tvær klukkustundir vegna slyssins. Þrír voru í bílunum og voru þeir allir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna slyssins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA