fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Tveir slösuðust eftir árekstur á Garðvegi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2020 11:37

Frá Reykjanesbraut. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gær eftir árekstur á Garðvegi. Í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ökumennirnir hafi báðir fundið til talsverðra eymsla eftir slysið. Dráttarbifreið þurfti til að fjarlægja bifreiðirnar af vettvangi.

Þá missti ökumaður bifreið sína út af Reykjanesbraut, við Kúagerði, þegar hann ók í snjókrapa á veginum. Endaði bifreiðin um 20 metra frá veginum og var hún óökufær eftir útafaksturinn. Ökumaðurinn fann til eymsla og leitaði sjálfur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Í morgun var svo bifreið ekið aftan á aðra á Hringbraut í Keflavík. Sá sem ók aftan á var ekki orðinn 18 ára og hafði lögreglan á Suðurnesjum því samband við forráðamann hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA