fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Dóttir Rósu minnist móður sinnar – Sendir kveðju á alla Íslendinga

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klara Egilsson, dóttir Rósu Ingólfsdótur sem lést í vikunni, minnist móður sinnar í stöðuppfærslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni.

„Kæru vinir, fjölskylda, ástvinir, kollegar, félagar, fjölmiðlafólk og Íslendingar allir,“ segir Klara. „Fyrir hönd fjölskyldunnar þakka ég hverju og einu ykkar fyrir hjartnæm minningarorð, auðsýnda samúð við fráfall móður okkar, Rósu, virðingu og fegurð í allri nálgun á prenti sem og í orði og fyrir þann skilning, hlýju og nærgætni sem fjölskylda okkar hefur orðið aðnjótandi undanfarna daga. Engin orð geta lýst þakklæti mínu til fullnustu.“

Klara segir íslenskuna ekki rúma þá hlýju og ást sem hún finnur fyrir á þessari stundu. „Sumt er einfaldlega ekki hægt að færa í orð, enda sagði rithöfundurinn Oscar Wilde að konur bæri að elska – ekki að skilja og þykir mér sem orðin þau eigi mætavel við móður okkar, Rósu,“ segir hún og bendir á að útför móður sinnar verði auglýst á næstu dögum.

„Annað hvort er maður fjölskylda eða ekki“

Hún segir að nú sé tími þakklætis, minninga og framtíðarvona runninn upp. „Orð móður okkar Heiðveigar óma enn fyrir eyrum mér og sér í lagi er mér minnisstæð sú tilvísun í eðli og tilgang fjölskyldna, sem hún lét falla við mig í samtali okkar á milli,“ segir Klara en það sem móðir hennar sagði við hana er afar hjartnæmt. „Annað hvort er maður fjölskylda eða ekki,“ sagði Rósa við dóttur sína.

Klara sagði í samtali við DV frá öðrum afskaplega fallegum orðum sem móðir hennar lét falla. „Ég sagði við mömmu: Veistu það mamma, að sterkasta aflið í heiminum er ástin. Hún svaraði: Það er alveg rétt hjá þér. Ástin er öflugust alls, við sem erum elskuð, við deyjum aldrei í raun.“

„Ástin er það eina sem stækkar deili maður því með öðrum, kæru vinir,“  segir Klara í lok færslunnar á Facebook. „Takk fyrir auðsýndan kærleika við fráfall móður og ömmu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?