fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Sauð upp úr við Hressó – Fannar Dan sagður hafa traðkað tennur úr manni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri, Fannar Dan Vignisson, hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem ku hafa átt sér stað fyrir utan veitingastaðinn Hressó. Nokkuð langt er síðan þetta á að hafa gerst, eða sumarið 2016. Málið verður tekið fyrir á næstunni í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Samkvæmt ákæru réðst Fannar á mann með hnefahöggum og spörkum. Hann er svo sagður hafa rifið hann niður í götuna. Eftir það er hann sakaður um að hafa traðkað að minnsta kosti tvisvar á andliti hans.

Samkvæmt ákæru hlaut maðurinn nefbrot og lausar tennur af völdum þessa. Til að bæta gráu ofan á svart þá fannst tæplega hálft gramm af kókaíni í vörslu hans við leit á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík eftir að hann var handtekin vegna meintrar líkamsárásar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungmenni grunuð um rán við verslunarmiðstöð

Ungmenni grunuð um rán við verslunarmiðstöð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettán ára drengur handtekinn vegna dauðsfalls tólf ára á leikvelli – „Allir hérna eru í losti“

Þrettán ára drengur handtekinn vegna dauðsfalls tólf ára á leikvelli – „Allir hérna eru í losti“