fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Ómar telur að nýtt gullaldarlið sé fætt: „Langt síðan að svona efnilegt landslið með mikla aldursbreidd hefur sést“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Ragnarsson telur einstakan tíma vera að renna upp í sögu íslenska landsliðsins í handknattleik. Ómar þekkir sögu landsliðsins vel enda var hann íþróttafréttamaður RÚV á árum áður og lýsti ótalmörgum landsleikjum úr Laugardalshöllinni og frá keppni liðsins á erlendri grundu.

Það sem Ómar staldrar helst við er nauðsyn þess í landsliðinu sé nægileg breidd og hæfileg blanda ungra og eldri leikmanna:

Og saga afreksliða er einnig háð því að aldursbreidd liðsmanna sé þannig, að snerpa og frískleiki blandist vel við reynslu, þroska og útsjónarsemi eldri leikmanna. 

Þessa blöndu er oft erfitt að finna hjá þein allra bestu í heiminum, og því koma oft uppgangstímabil, blómaskeið og hnignunarskeið. 

Á mörgum fyrri stórmótum hafa landsliðsþjálfarar Íslands glímt við það að þurfa að útkeyra of fámennan leikmannahóp, og hafa slík lið ooft byrjað vel á mótum, en ekki haft úthald til að fylgja því eftir. 

Landsliðið, sem nú er á EM er með svo góða breidd ungra og eldri leikmanna, að langt er síðan annað eins hefur sést. Nú er full ástæða til þess að vonast til þess, að það sé að fæðast nýtt gullaldarlið. 

Ómar líkir kynslóðaskiptunum núna við sambærileg kynslóðaskipti sem urðu í liðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Í kjölfar þess vann liðið fyrsta sigurinn á Dönum árið 1970, 15-10, og gerði jafntefli við ríkjandi heimsmeistara Rúmena sama ár.

Stundum sé nauðsynlegt að setja reynda leikmenn út í kuldann og koma ungum leikmönnum að.

Ómar telur núverandi landslið búa yfir réttu blöndunni og telur nýja gullöld vera að renna upp.

Sjá grein Ómars

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra