fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Rútuslys við Blönduós – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. janúar 2020 17:37

Myndin er úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan fimm varð rútulys við þjóðveg 1, skammt sunnan við Blönduós. Kemur þetta fram í stuttri tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Samkvæmt frétt á vef RÚV var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til vegna slyssins og fór hún á vettvang. Björgunarsveitir eru einnig á vettvangi.

Uppfært kl. 17:57:

Samhæfingarstöð í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna rútuslyssins. Allir viðbragðsaðilar á svæðinu hafa verið boðaðir, lögregla og sjúkraflutningamenn eru þegar á staðnum.

Ekki er frekari upplýsingar að hafa um slysið og ekki er vitað hvað margir slösuðust né ástand þeirra.

Uppfært kl. 18:45:

Samkvæmt frétt mbl.is er búið að flytja alla farþeg­ana á Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands á Blönduósi og í fjölda­hjálp­ar­stöð Rauða kross­ins. Þá verða ein­hverj­ir flutt­ir með þyrlunni til Reykja­vík­ur. Þjóðveg­ur eitt er lokaður.

Samkvæmt frétt RÚV voru 40 manns í rútunni en ekki er vitað hve alvarleg meiðsl fólksins eru.

Samkvæmt frétt mbl.is er talið ólíklegt að nokkur hinna slösuðu séu lífshættulega slasaðir.

Uppfært 19:45:

Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur en hinir farþegarnir, um 40 manns, voru fluttir í Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Ekki er talið að neinn hafi slasast lífshættulega en einhverjir hlutu beinbrot.

Farþegarnir eru háskólanemar sem voru á leið í skíðaferð til Akureyrar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA