fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Carmen faldi kókaín í nærbuxunum – Sorgarsaga á bak við fíkniefnasmygl tveggja kvenna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. janúar 2020 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær hollenskar konur voru dæmdar til fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að smygla miklu magni af kókaíni til landsins í lok ágústmánaðar 2019. Konurnar heita Carmen Julis Frederica og Isaura Maribel Romero Eusebio.

Konurnar fluttu samtals rúmlega eitt kíló af kókaíni. Fluttu þær fíkniefnin með flugi frá Brussel í Belgíu til Keflavíkurflugvallar. Isaura var með meirihlutann af efnunum falinn innvortis í líkama sínum en Carmen faldi um fjórðung af efnunum í nærbuxum og innvortis.

Báðar játuðu brot sín. Isaua bar við að eftir að hún hafði fengið fregnir af því að móðir hennar væri alvarlega veik hafi hún í örvæntingu tekið ákvörðun um að flytja fíkniefni til landsins og afla þannig fjár til að hjálpa móður sinni í veikindunum. Í dómnum segir í framhaldi af þessu: „Ákærða kvaðst hafa greint meðákærðu Carmen frá veikind um móður sinnar og samhliða upplýst meðákærðu um að hún hefði hitt aðila sem boðið hefði henni að flytja fíkniefni til Íslands gegn greiðslu 2.5 00 evra. Meðákærða hefði sjálf verið í fjárhagsvandræðum og hún þess vegna ákveðið að taka þátt í fíkniefnainnflutningnum,án þess að ákærða bæði hana um það.“

Konurnar voru báðar sakfelldar. Isaura fékk 15 mánaða fangelsisdóm og Carmen 6 mánaða dóm. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald frá 30. ágúst 2019. Báðar þurfa að greiða verjendum sínum nokkuð háar fjárhæðir, Isaura rúmlega 1.100 þúsund krónur og Camen 365 þúsund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA