fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Magnús ákærður fyrir stórfelldan fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti – Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð, hefur verið ákærður fyrir stórfelldan fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, í starfi sínu sem skrifstofustjóri sparisjóðsins Afls á Siglufirði, á árunum 2009-2010. Málið kom upp árið 2015 eftir rannsóknir sérstaks saksóknara. Var Magnús þá handtekinn ásamt fleiri mönnum. Ákæra gegn honum var hins vegar ekki gefin út fyrr en í apríl á þessu ári en málflutningur í málinu verður í Héraðsdómi Norðurlands eystra næstkomandi mánudag.

DV hefur ákæruna undir höndum og er hún í mörgum liðum. Meint misferli varðar fjármuni sem eru yfir 50 milljónir króna. Stór hluti af meintum afbrotum snúast um fjárhagslegan ávinning byggingaverktakafyrirtækisins Bás á kostnað sparisjóðsins Afls, með meintum ólögmætum millifærslum yfir á reikninga Bás og afskriftum skulda fyrirtækisins við Afl.

Magnús er einnig ákærður fyrir fjárdrátt yfir á eigin reikninga og fyrir ólögmæta ráðstöfun á söluandvirði véla og tækja í sjávarútvegi en þar er um að ræða að sölu á lyfturum, þvottakari og fiskvinnsluvél.

Magnús er ennfremur ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fjármunum sparisjóðsins Afls í verulega hættu með heimildarlausu ótryggðu láni í formi yfirdráttarheimildar upp á 5 milljónir.

Magnús er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við og umbreytt ávinningi af refsiverðri háttsemi úr reiðufé í bankainnstæðu með því að taka við og leggja inn á sinn bankareikning samtals 10,5 milljónir króna í tveimur innlögnum. Féð var ávinningur af refsiverðum brotum.

Krafist er þess að Magnús verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Enn fremur er krafist upptöku á eignum Magnúsar í formi bankainnistæðna og að bankareikningar hans verði haldlagðir.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“