fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Íslendingar tróna á toppnum: Upphæðin er rosaleg

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter síðan The Spectator Index deilir reglulega listum með ansi skemmtilegri og fróðlegri tölfræði.

Þessir listar geta fjallað um allt milli himins og jarðar en það kemur fyrir að Ísland detti í sæti á ýmsum listum. Núna í dag deildi síðan einmitt lista þar sem Ísland kemst í sæti. Listinn fjallar um það hversu miklu einstaklingar eyddu í bjór á árinu  2018 í hverju landi fyrir sig.

Það ætti að koma fáum á óvart að Ísland er í efsta sæti á listanum en áfengisverð hér á landi er mun hærra en gengur og gerist annars staðar. Auk þess verða Íslendingar seint þekktir sem bindindisfólk þegar kemur að áfengi.

Listann má lesa hér fyrir neðan en eins og sjá má á honum eyddu Íslendingar tæplega 90 þúsund krónum í áfengi á árinu  2018. Við eyddum rúmum 20 þúsund krónum meira en Írland sem situr í öðru sæti. Þá eyddum við rúmlega tvöfalt meira í áfengi en íbúar Kanada sem sitja í 10. sæti.

Listinn:

Ísland: 87.391 krónur

Írland: 66.566 krónur

Ástralía: 62.475 krónur

Nýja Sjáland: 60.988 krónur

Sviss: 58.881 krónur

Holland: 49.708 krónur

Austurríki: 49.212 krónur

Bretland: 47.353 krónur

Spánn: 43.014 krónur

Bandaríkin: 42.890 krónur

Kanada: 41.898 krónur

Nokkrir Íslendingar hafa tjáð sig um listann á Twitter en fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason er meðal þeirra sem gera það. „Plot twist: Öll fengu þau jafn mikinn bjór fyrir peninginn,“ sagði Atli en það hefur lengi verið umtalað hér á landi hvað áfengi er dýrt hér miðað við í öðrum löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“