fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Dýrara á nýju ári

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. janúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áramótunum tökum við nýju ári fagnandi. Nýtt ár er óskrifað blað og ómögulegt að segja hvað verður. Það eru þó einhverjir hlutir sem við getum slegið föstum og tökum ekki endlega fagnandi og það eru hækkanir á verði og gjaldskrám sem oft eiga sér stað um áramót. DV tók saman nokkur dæmi um hærra verð sem fylgdi nýja árinu.

Eldsneytisgjöld

Bensíngjöld hækkuðu um 1,85 krónur á lítra. Kolefnisgjald hækkaði úr 9,10 í 10 krónur á lítra hvað bensín varðar og úr 10,40 í 11,45 hvað dísilolíu varðar.

Olíugjald hækkaði úr 62,85 krónur í 64,40 krónur á lítra.

Bifreiðagjald 

Hækkaði um 2,5 prósent.

Sektir við umferðarbrotum

Sekt fyrir að keyra gegn rauðu ljósi hækkaði úr 30 þúsund krónum í 50 þúsund krónur. Hámarkssekt fyrir ölvunarakstur hækkaði um 60 þúsund, úr 210 þúsundum yfir í 270 þúsund.

Mjólk 

Verðlagsnefnd búvara ákvað að hækka lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum. Lágmarksverð mjólkur til bænda var 90,48 krónur en er 92,74 krónur. Heildsöluverð hækkaði um 2,5 prósent.

Áfengis- og tóbaksgjald 

Hækkaði um 2,5 prósent.

Nefskattur

Hækkaði úr 17.500 í 17.900.

Úrvinnslugjald á ökutæki

Hækkaði úr 350 krónum í 900 krónur.

Hækkanir hjá Reykjavík 

Listasafn Reykjavíkur hækkaði aðgöngugjald úr 1.800 krónum í 1.840 krónur.

Leikskólagjöld hækkuðu um 2,5 prósent.

Strætó hækkaði fargjöld um 2,3 prósent.

Stakt gjald í sund hækkaði úr 1.000 krónum í 1.030 krónur. Árskort fullorðinna hækkaði úr 34.000 krónum í 34.850 krónur

 

Ofangreint er lítil upptalning gjaldskráhækkuna sem birtist í helgarblaði DV. Ef lesendur vita um fleiri hækkanir sem eiga heima í þessari upptalningu endilega látið vita í athugasemdum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Arftaki Mourinho klár
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Í gær

Réðst á dyravörð á Akureyri

Réðst á dyravörð á Akureyri
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“
Fréttir
Í gær

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“
Fréttir
Í gær

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru

Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Braut rúðu í lögreglubíl með því að skalla hana

Braut rúðu í lögreglubíl með því að skalla hana