fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Mountaineers vildu sleppa við hjálp björgunarsveitanna – „Við erum öll gjörsamlega miður okkar yfir þessu“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Mountaineers of Iceland hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum í dag eftir að greint var frá því að fyrirtækið hafi flutt 40 manns á Langjökul í gær þrátt fyrir slæmar veðurviðvararnir. Björgunarsveitarmenn þurftu að bjarga fólkinu í gærkvöldi en 300 manns frá sveitinni tóku þátt í björgunaraðgerðunum.

RÚV náði tali við Hauk Herbertsson, rekstrarstjóra fyrirtækisins, en hann viðurkennir að mistök hafi átt sér stað. Hann segir að starfsmenn hafi gert sér grein fyrir aðstæðum, en haldið að ferðalagið væri búið áður en Vonda veðrið myndi skella á. Einnig hélt Haukur því fram að ástæðan fyrir því að ferðinni yrði ekki aflýst hefði ekkert með peninga að gera.

„Við vorum meðvitaðir um það og okkar áætlanir voru að vera farnir af svæðinu áður en þetta veður kæmi,“

Sjá einnig: Starfsmaður Mountaineers of Iceland sagði blaðamanni að „grjóthalda kjafti“

Þetta snerist ekki um peninga, þetta snerist meira um að klára þessa ferð fyrir þetta fólk sem við töldum að væri vel mögulegt.“

Mistökin voru að mati Hauks að heimsækja íshelli í Langjökli. Hann segir að mögulega hafi fleiri mistök átt sér stað sem hann er ómeðvitaður um að svo stöddu.

„Við gerðum klárlega mistök með því að fara inn í íshellinn. Við gerðum hugsanlega fleiri mistök. Á þessum tímapunkti veit ég ekki hver þau öll eru,“

Haukur segir að fremsti leiðsögumaðurinn hafi farið að sækja snjótroðara sem hefði átt að bjarga fólkinu. Troðarinn hafi síðan bilað.

Þegar að fréttamaður spurði hauk hvort að markmiðið hafi verið að sleppa því að kalla á björgunarsveitir svaraði Haukur játandi.

„Já, raunverulega ætluðum við ekki að kalla til björgunarsveitir nema þess þyrfti.“

„Um leið og okkur var ljóst að snjótroðarinn væri með gangtruflanir þá hefðum við átt að kalla til björgunarsveitir.“

Haukur heldur því fram að Mountaineers hafi ekki stefnt fólkinu í hættu, þar sem að allt hafi verið reynt til að tryggja öryggi þess. Hann segir þó að fyrirtækið og starfsmenn þess séu miður sín vegna málsins.

„Við erum öll gjörsamlega miður okkar yfir þessu,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd