fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Kristín Soffía með afhjúpun: Er þetta ástæðan fyrir því að fyrirtæki eins og Mountaineers of Iceland fara í hættuferðir? – „Skíturinn sem maður hefur séð er ótrúlegur“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Mountaineers of Iceland hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum í dag eftir að greint var frá því að fyrirtækið hafi flutt 40 manns á Langjökul í gær þrátt fyrir slæmar veðurviðvararnir. Björgunarsveitarmenn þurftu að bjarga fólkinu í gærkvöldi en 300 manns frá sveitinni tóku þátt í björgunaraðgerðunum.

Eflaust hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna fyrirtækið ákvað að fara upp á jökulinn í ljósi þess að búið var að spá fyrir um vont veður á svæðinu. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, afhjúpar ástæðuna fyrir því að farið er í svona ferðir þegar búið er að spá fyrir um vont veður en hún starfaði áður sem leiðsögumaður. „Fór einu sinni sem guide í biluðu veðri á Langjökul. Ástæðan var einföld,“ segir Kristín á Twitter-síðu sinni. „Ef ferðaþjónustufyrirtækið kanselaði þá sátu þau uppi með tapið. En ef vélsleðafyrirtækið kanselaði þá sátu þau uppi með tapið.“

„Viljið þið hætta við?”

Kristín lýsir aðstæðunum í þessari ferð sem hún fór í sem leiðsögumaður „Stóðum þarna í hnapp í stormi eins og aular í störukeppni,“ segir hún og bætir við samtalinu sem leiðsögumenn ferðarinnar áttu við vélasleðamanninn.

Vélasleðamaður: „Okei allir til hehe, jamm eigum við að skella okkur…viljið þið hætta við?”

Við: “Hehe nei nei er það ekki alveg málið að fara”

„Skíturinn sem maður hefur séð er ótrúlegur“

Hildur nokkur svarar tísti Kristínar og vekur athygli á því að í rauninni þá tapa fleiri í svona tilfellum, ekki bara sá sem ákveður að hætta við ferðina. „Í svona tilfellum tapa samt sem áður allir,“ segir hún. „Ferðaheildsali, sá sem þjónustar ferðina, viðskiptavinir. En einnig utanaðkomandi aðilar. Hvort sem það er talið í fjármunum, orðspori eða heilsu. Ég vann í ferðaþjónustu í fjölda ára og skíturinn sem maður hefur séð er ótrúlegur.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“