fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Sólborg fær glæpsamlegar hótanir – Hvött til að fremja sjálfsmorð – Króli skerst í leikinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 19:46

Sólborg Guðbrandsdóttir - Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aktívistinn Sólborg Guðbrandsdóttir heldur úti Instagram-síðunni vinsælu Fávitar, sem er átak gegn kynferðisofbeldi. Í gær og í dag hefur Sólborg birt hótanir og önnur óviðeigandi ummæli og skilaboð sem hún hefur fengið vegna aktívisma síns.

Í færslu sem birtist í gær má sjá skjáskot af spjallþræði Sólborgar við einstakling sem er að öllum líkindum karlkyns. Viðmælandi Sólborgar heldur því fram að konur hafi það betra en karlar. Auk þess heldur hann því fram að konur kæri karla gjarnan fyrir nauðganir sem aldrei eigi sér stað. Með færslunni skrifar Sólborg að hún sé orðin þreytt á svona hegðun.

Hvött til þess að fremja sjálfsmorð

Sólborg deildi auk þess skjáskoti sem sýnir alvarleg skilaboð er hún fékk send. Þar er hún bæði kölluð „feministaógeð“ og hvött til þess að fremja sjálfsmorð.

„Fokking femínista ógeð drepið ykkur gerið þjóðinni stóran greiða og endið það.“

Seinna í kvöld benti Sólborg á að það væri glæpsamlegt að stuðla að því að einhver ráði sér bana. Sá sem gerir það getur átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist.

Einnig sýndi Sólborg frá ummælum þar sem að einstaklingur taldi sig birta heimilisfang hennar, í þeim tilgangi að vekja upp ótta. Sólborg benti þó á að umrætt heimilisfang væri vitlaust.

Króli segir sína skoðun

„Þið eruð nákvæmlega það sem er að þegar kemur að femínskri jafnréttisbaráttu.“

Þetta segir rapparinn vinsæli Króli, en hann hefur svarað þeim sem senda Sólborgu óviðeigandi skilaboð. Það gerði hann á Instagram síðu sinni. Hann segir þessa „litlu kalla“ þurfa að leita sér hjálpar. Hann bendir einnig á Instagram-síðuna Karlmennskan.

„Það er ekki of seint að breyta rétt og viðurkenna mistök, úreldar skoðanir eða ljót ummæli þegar þið augljóslega vissuð ekki betur,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES