fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Vaktskýli Landhelgisgæslunnar flutt frá Faxagarði með varðskipi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaktskýli Landhelgisgæslunnar var flutt frá Faxagarði í Reykjavík til Helguvíkur með varðskipinu Þór síðdegis í gær. Þar með lauk 60 ára sögu vaktskýlis Landhelgisgæslunnar sem hefur hýst vaktmenn Landhelgisgæslunnar og allra síðustu ár starfsmenn Securitas við bryggjuaðstöðu í höfninni.

Skýlið víkur fyrir nýrri spennistöð sem til stendur að reisa við höfnina. Faxaflóahafnir stefna jafnframt á að byggja nýja vaktaðstöðu tengda spennistöðinni. Vaktskýlið var híft um borð í varðskipið Þór og vó 19 tonn með undirstöðum.  Þrátt fyrir það fór ekki mikið fyrir því á afturþilfari Þórs.

Varanlegri viðveru vaktmanna Landhelgisgæslunnar í skýlinu á Faxagarði lauk fyrir fjórum árum en síðan þá hafa starfsmenn Securitas séð um vöktun svæðisins.

Vaktskýlið skipaði til fjölda ára stóran sess í starfsemi Landhelgisgæslunnar. Starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn og velunnarar komu þar gjarnan saman og ræddu landsins gagn og nauðsynjar yfir kaffibolla.

Gamla vaktskýlinu verður fyrst um sinn komið fyrir í Helguvík.

Meðfylgjandi myndir tók Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir

Vilhjálmur gagnrýnir vörugjaldahækkanir á bílum – Kia Sportage hækkar um næstum 1,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár