fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Lögreglumaður fyrir dóm – Ákærður fyrir brot í starfi – Kannabis mallaði í potti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður á Selfossi kemur fyrir Héraðsdóm Suðurlands á fimmtudag en þá verður tekið fyrir mál ákæruvaldsins gegn honum. Er honum gefið að sök að hafa sýnt mikla vanrækslu í starfi er hann á að hafa látið undir höfuð leggjast að gera fíkniefni upptæk og framkvæma fíkniefnaleit.

Maðurinn framkvæmdi leit í húsnæði í Hveragerði miðvikudagskvöldið 22. maí síðastliðinn. Þar var kannabisblandaður vökvi í potti á eldavél. Honum er gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að gera kannabisvökvann upptækan, sem og að hafa vanrækt að gera frekari leit að fíkniefnum í húsnæðinu. Þar reyndust vera hátt í 2 kíló af kannabisefnum auk 1.700 millilítra af kannabisblönduðum vökva. Efnin fundust daginn eftir.

Í ákæru segir að lögreglumaðurinn hafi gerst sekur um stórfellda vanrækslu og hirðuleysi í starfi. Er þess krafist að hann verið dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Saksóknari í málinu er Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“