fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Björgólfur telur að Namibíumálið endi vel fyrir Samherja

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. janúar 2020 16:02

Björgólfur Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, telur að Namibíumálið muni fá sama endi fyrir Samherja og Seðlabankamálið. Í Seðlabankamálinu, þar sem Samherji var sakaður um brot á gjaldeyrislögum, var ekki ákært og málið fellt niður. Björgólfur telur að það sama gerist í mútumálinu sem skók þjóðfélagið seint á síðasta ári og komst í heimsfréttirnar en gögn sem Wikileaks komst yfir og framburður fyrrverandi starfsmanns Samherna, Jóhannesar Stefánssonar, bentu til þess að Samherji hefði varið næstum milljarði króna í mútugreiðslur til háttsettra manna til að komast yfir markrílkvóta í lögsögu Namibíu.

Stundin greinir frá ummælum Björgólfs í málinu og vísar til fréttar blaðsins Fiskeribladet.

Í svari til norska blaðsins segir Björgólfur að fréttaflutningur af málinu sé fullur af rangfærslum en gerir ekki grein fyrir meintum rangfærslum. Björgólfur telur að þegar öll gögn liggja fyrir í málinu verði Samherji hreinsaður af ásökunum. Hann gerir hins vegar ekki nánari grein fyrir því í svari sínu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör