fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Eigendur Frysti- og kæliþjónustunnar í vanda – Ákærðir fyrir stórfelld skattsvik, bókhaldsbrot og peningaþvætti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. janúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír eigendur (og bræður) Frysti og kæliþjónustunnar, Vagnhöfða 10, og bókari félagsins, eru ákærðir fyrir stórfelld skattalagabrot, bókhaldsbrot og peningaþvætti í tengslum við skattframtöl og bókhaldsögn fyrirtækisins sem og skattframtal stjórnarformanns fyrirtækisins.

Frysti- og kæliþjónustan var stofnuð árið 2010 og framleiðir kæli- og loftræstibúnað fyrir fyrirtæki. Lítið sem ekkert kynningarefni er að finna um fyrirtækið á netinu en upplýsingar eru um það í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og öðrum opinberum gögnum.

Ákærurnar beinast einnig gegn öðrum fyrirtækjum með sama heimilisfang og svipuð heiti: Fyrsting ehf, Kæli- og Frystiþjónustan ehf, Kælir ehf, Kæliþjónustan ehf, Legus ehf og Refco ehf. Eru þessir sömu aðilar forráðamenn og stjórnarmenn í öllum fyrirtækjunum.

Stjórnarformaður fyrirtækisins og endurskoðandi hans eru ákærðir fyrir að hafa vantalið tekjur stjórnarformannsins árin 2010-2011 og hann vangreitt tekjuskatt upp á samtals 17,5 milljónir króna. Þess skal getið að Frysti- og kæliþjónustan var rekin á kennitölu mannsins.

Ennfremur eru bræðurnir og endurskoðandinn ákærðir fyrir að vangreiða virðisaukaskatt og tekjuskatt af rekstri fyrirtækjanna sem hér um ræðir frá tímabilinu 2009 til 2014 og nema þessi brot öll samtals nokkrum tugum milljóna króna.

Þá eru aðilarnir sakaðir um bókhaldsbrot með því að bókhald fyrirtækjanna hafi ekki gefið rétta mynd af rekstri þeirra.

Ennfremur eru mennirnir sakaðir um peningaþvætti með því að hafa aflað Frysti- og kæliþjónustunni ávinnings af refsiverðum brotum þar sem rekstrartekjur fyrirtækisins höfðu ekki verið taldar fram til skatts og því ekki greiddur skattur af þeim í samræmi við ákvæði skattalaga, samtals að fjárhæð tæpar 25 milljónir.

Stjórnarformaðurinn er ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2012 til 2015 vegna tekjuáranna 2011 til og með 2014.

Enn fremur er þess krafist að fyrirtækin sem í hlut eiga sæti upptöku fjármuna sem nemur þessum brotum.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dyravörð á Akureyri

Réðst á dyravörð á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“