fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Uppsagnir hjá Valitor: Starfsfólki fækkar um 60 – Níu missa vinnuna á Íslandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. janúar 2020 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólki Valitor fækkar á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins í kjölfar samþykktar stjórnarfundar Valitor í síðustu viku um endurskipulagningu á félagi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valitor. Þar segir að í þeim aðgerðum sem nú er ráðist í fækki starfsfólki um nálægt 60 manns. Þá er gripið til almennra hagræðingaraðgerða til að treysta reksturinn. 

Stjórn Valitor samþykkti þann 30. desember síðastliðinn að hefjast handa við endurskipulagningu á félaginu til að styrkja kjarnastarfsemi þess og snúa við taprekstri.

„Með þeim aðgerðum sem nú er ráðist i fækkar starfsfólki félagsins um nálægt 60, úr nærri 390 starfsmönnum í um 330. Þar með eru taldar stöður sem hafa losnað hjá félaginu og ekki er ráðið í að nýju. Breytingarnar taka til allra starfsstöðva fyrirtækisins. Alls er um að ræða 9 uppsagnir á Íslandi og hafa þær þegar tekið gildi,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að aðrar mannabreytingar varði starfsstöðvar Valitor í Danmörku og Bretlandi.

„Á ofanverðu síðasta ári var starfsfólki Valitor fækkað um nærri 30 manns. Þannig nemur fækkun síðustu 6 mánuðina næstum 90 starfsmönnum. Samhliða mannaflabreytingum er hagrætt víða á öðrum sviðum starfseminnar, m.a. er verið að endursemja við birgja, draga saman í húsnæði og fækka vörum í þróun. Valitor er í söluferli þar sem fyrirhugað er að selja félagið í heild eða að hluta.“

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir í tilkynningunni: „Markmiðið er skýrt, við ætlum að snúa við taprekstri og tryggja félaginu sterkan rekstrargrundvöll til framtíðar. Það er aldrei góður tími til að segja upp starfsfólki og sjá á bak hæfum samstarfsmönnum. Hins vegar leggjum við áherslu á að hefja nýtt ár með gjörbreyttum rekstrarforsendum. Með þessum aðgerðum ætlum við okkur að fara úr tapi yfir í rekstrarhagnað fyrir afskriftir og fjármagnsliði (e. EBITDA). Við erum að styrkja og þétta rekstur og kjarnaþjónustu félagsins á okkar mörkuðum og þar lítum við ekki síst til mikilvægis heimamarkaðsins þar sem við stöndum traustum fótum. Eftir róttækar og erfiðar breytingar horfum við bjartari augum fram á veg og munum sækja fram á ný. Þar vil ég sérstaklega benda á sóknarfæri varðandi samvinnu við öflug erlend fjártæknifyrirtæki á borð við Stripe, Klarna og Paymentsense þar sem samstarfslíkan okkar hefur sannað gildi sitt.“

Tilkynning Valitor endar á þessum orðum:

Með framangreindum skipulagsbreytingum mun draga úr fjárfestingarþörf og rekstrarkostnaði sem aftur hefur jákvæð áhrif á afkomu félagsins. Valitor verður eftir sem áður fjárhagslega sterkt, alþjóðlegt greiðslulausnafyrirtæki sem býður fjölbreytta þjónustu á sviði færsluhirðingar,  greiðslugátta og útgáfu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör