fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Dæmdur barnaníðingur heldur forsjá yfir barninu sínu – Móðirin áhyggjufull

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 5. janúar 2020 20:43

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaverndarnefnd Reykjavíkur er búin að meta það svo að 13 ára sonur manns, sem dæmdur hefur verið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum, sé ekki í neinni hættu á að búa hjá föður sínum. Stöð 2 greindi frá málinu í fréttatímanum sínum í kvöld.

Síðastliðinn október var maðurinn dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn barni sínu þegar það var á aldrinum 4-11 ára. Barnið er nú fullorðið. Maðurinn bíður afplánunar en það gæti dregist mánuðum saman þar sem maðurinn hefur áfrýjað dómnum. Maðurinn á þrjú önnur börn með konu en hún óttast mjög um 13 ára son sinn sem býr hjá manninum. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við lögmann móðurinnar, Kristinn Svansson.

„Fljótlega eftir að dómurinn var kveðinn upp þá fékk Barnaverndarnefnd fjölmargar tilkynningar frá hinum ýmsu aðilum, meðal annars okkur, þar sem við vorum að vekja athygli nefndarinnar á svívirðilegu kynferðisbroti forsjáraðila,“ segir Kristinn og bætir við að þess var krafist að nefndin myndi beita heimildum sínum til þess að taka drenginn af heimili mannsins.

Það hefur ekki gengið vel. Í lok desember tjáði Barnaverndarnefnd Reykjavíkur móðurinni að til stæði að loka málinu vegna þess að það hafi ekki verið leitt í ljós að drengurinn væri í hættu á að verða fyrir misnotkun af hálfu föður síns. Kristinni finnst þetta vera afar óvenjulegt.

„Ég hugsa að flestir myndu taka undir það að um leið og þú gerist sekur um jafn alvarlegt brot og þetta þá er einfaldlega bara þín forsjárhæfni runnin út í sandinn,“ segir Kristinn. „Þetta er sú barátta sem við erum búin að vera að heyja við nefndina sem telur sig ekki hafa lagalegar heimildir til þess að beita aðgerðum í málinu.“ Hann segist vera ósammála þessu en hann telur að barnaverndarnefndir hafi heimild til að gera eitthvað þegar barn er í mögulegri hættu.

Móðirin hefur nú sótt um forsjá barnsins en ekki fengið hana. Kristinn segir hana vera mjög áhyggjufulla. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað hún er að ganga í gegnum, vitandi af syni sínum í umsjá þessa manns og hún veit ekkert hvað fer fram þar. Það sem móðirin vill fremst er að barnið verði komið í öruggt skjól.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“