fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Hafnfirðingar ósáttir vegna Teslu Skúla Mogensen: „Dónaskapur og virðingarleysi gagnvart náunganum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen hefur ekki snert við Tesla-bifreið sinni sem hann lagði í Áslandshverfi í Hafnarfirði frá því um mánaðamótin október – nóvember. Heiðarás er ansi langt frá heimili Skúla sem býr á Seltjarnarnesi. Hringbraut greinir frá þessu.

Skúli á að haf mætt í teiti í götunni á Tesla-bílnum, en síðan tekið leigubíl heim. Samkvæmt frétt Hringbrautar eru íbúar orðnir þreyttir á þessu afskiptaleysi Skúla. Þetta er haft eftir einum íbúa götunnar:

„Fyrstu vikurnar var þetta bara fyndið og var í raun skemmtileg saga. Núna er farið að renna okkur tvær grímur og maður er farinn að átta sig á að þetta orðinn dónaskapur og sýnir virðingarleysi gagnvart náunganum. Það eru margir í götunni orðnir mjög ósáttir.“

Bíllinn er af gerðinni Tesla Model S, en umrætt eintak var eitt það fyrsta hérlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”