fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Katrín minnist Guðrúnar: „Hennar verður sárt saknað“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist Guðrúnar Ögmundsdóttur með hlýjum orðum í færslu á Facebook-síðu sinni. Guðrún lést á nýársdag, 69 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein.

„Guðrún Ögmundsdóttir var ein þeirra stjórnmálamanna sem naut virðingar þvert á flokka og átti vini í ólíkum kimum samfélagsins. Hún var ötul baráttukona fyrir mannréttindum og jafnrétti og hreif fólkið í kringum sig með sér í þeirri baráttu. Ég kynntist henni bæði á vettvangi stjórnmálanna og stjórnarráðsins og alltaf tók hún mér með hlýju og gleði af því að hún var manneskja með stórt hjarta sem sannanlega gerði heiminn betri. Hennar verður sárt saknað,“ segir Katrín.

Guðrún sat bæði á Alþingi og í borgarstjórn. Hún vann auk þess ýmis önnur störf, en hún var til dæmis í stjórn fjölda félaga á lífstíð sinni.

Fjölmargir hafa minnst Guðrúnar með fallegum orðum undanfarinn sólarhring. Egill Helgason, fjölmiðlamaður sagði til dæmis:

„Gunna var raunar þeirrar gerðar að hún gat talað við alla, háa sem lága, hún fór ekki í manngreinarálit, hún gat átt samskipti við andstæðinga sína í pólitík – öllum líkaði vel við Gunnu, mátu heiðarleika hennar, hreinskiptni – og svo auðvitað húmorinn.

Ég held ég hafi aldrei heyrt neinn mann tala illa um Guðrúnu Ögmundsdóttur. Pólitíkin væri betri ef væri fleira fólk eins og hún. Hún vildi vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“