

„Drekka meiri bjór, borða meiri sætindi og hreyfa mig minna. Aðallega til að láta fólki í kringum mig líða betur með sjálft sig.“
Snæbjörn Brynjarsson

„Meira grænmeti. Til dæmis setja auka gúrkusneið á borgarann. Ætla líka að hætta að eyða svona miklum peningi í áfengi með því að virða „happy hour“. “
Helgi Steinar Gunnlaugsson
![]()
„Áramótaheitið mitt er að muna eftir því að hitta vini mína í alvörunni, ekki bara í gegnum símann. Bjóða í mat, spila borðspil og hafa það næs.“
Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir

„Ég drekk ekki, borða ekki sykur, mæti í ræktina. Hef ekkert við áramótaheit að gera, enda fullgerður.“
Heiðar Sumarliðason
