fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

5 fyrirbæri sem verða úreltari á nýja árinu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. janúar 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimurinn breytist með tímanum, rétt eins og allt sem honum tilheyrir. Hver áramót marka nýtt upphaf, einhverju nýju er fagnað og ýmislegt gamalt er kvatt. Fimm eftirfarandi fyrirbæri verða fljótlega að tímaskekkju.

 

(allt sem er feitletrað má sleppa í prenti – en birt í netútgáfu)

 

Draugur Snapchat blasir við

Tölur samskiptamiðilsins Snapchat hafa farið niður á við að undanförnu og virðast ýmsar nýjungar hans einungis hafa skapað fleiri vandamál fyrir notendur. Þótt miðillinn verði vissulega ekki alveg allur á árinu er ljóst að með tilkomu nýrra lausna og viðbóta, sem hafa ekki verið að hitta í mark, að þetta verði ekki eins áberandi fylgihlutur símafíknar fólks eins og áður var spáð. Því er engin tilviljun að einkennismynd þessa miðils sé draugur með útréttar hendur. Þetta kallar maður táknrænt.

 

Pappírskvittanir

Pappír og sóun á honum fer fljótlega að tilheyra sögunni og árið í ár markar endanlega breytingu, sérstaklega fyrir fólk sem safnar strimlum. Sums staðar er jafnvel eingöngu boðið upp á stafrænar kvittanir og má fastlega gera ráð fyrir því að það nái yfirhöndinni.

 

Flökkurum lagt

Fyrirbæri sem margir kalla „flakkara“ eða utanáliggjandi harða diska heyrir fljótlega sögunni til – og fyrstu skrefin verða tekin á þessu ári. Notendur verða æ vanari því að geyma upplýsingar og gögn í skýinu og víðar. Því verður þetta áþreifanlega apparat ekkert annað en eyðsla á litlu en dýrmætu plássi.

 

Reiknivélar

Árið 1624 fann Blaise Pascal upp reiknivélina góðu, sem reynst hefur fólki ómæld hjálp. En sökum tækniþróunnar eru reiknivélar nú farnar að tilheyra hinum ýmsu smáforritum, ekki einungis snjallsímum. Þótt reiknivél sé ekki stór er margt hægt að gera við plássið sem hún hefði annars tekið.

 

Áhrifin á lokametrum

Á undanförnum árum er búið að gildisfella töluvert hugtakið „áhrifavaldur“ og hefur slíkur titill ekki verið eftirsóknarverður þegar margir þeirra hafa sætt eftirliti skattyfirvalda. Sumir áhrifavaldar hafa verið sakaðir um að birta duldar auglýsingar í formi saklausra færslna. Í versta falli kann hugtakið að fá sína upphaflegu merkingu aftur, fyrir manneskju með glás af fylgjendum: einfaldlega „vinsæll einstaklingur á samfélagsmiðlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör