fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Elísabet ráðin af Marvel Studios – Stærsta verkefnið á ferlinum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. desember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Ronaldsdóttir hefur verið ráðin til að klippa stórmyndina Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings, sem framleidd er af stórrisunum hjá Marvel Studios. Um er að ræða fyrstu myndina sem skartar asískri ofurhetju sem aðalsöguhetju og hefur henni verið lýst sem kung-fu mynd með meiru.

Engu verður tilsparað við gerð þessarar myndar og verður hún sú stærsta sem Elísabet hefur unnið að, en Marvel Studios stendur á bakvið flestar af tekjuhæstu myndum undanfarinna ára. Fyrr á þessu ári sló kvikmyndin, Avengers: Endgame, öll aðsóknarmet við frumsýningu og er orðin tekjuhæsta mynd allra tíma.

Tökur á Shang-Chi munu hefjast í Sydney í Ástralíu á næstu mánuðum og mun hún rata í kvikmyndahús í febrúar árið 2021. Leikstjóri myndarinnar er Destin Daniel Cretton (Short Term 12, The Glass House) og með helstu hlutverk fara þau Simu Liu, Awkwafina og Tony Chiu-Wai Leung.

Elísabet hefur gert garðinn frægan upp á síðkastið með stórvinsælum kvikmyndum á borð við John Wick, Atomic Blonde og Deadpool 2, en sú seinastnefnda var framleidd undir Marvel-vörumerkinu á vegum 20th Century Fox, sem síðar var keypt af Disney. Elísabet hefur þó ekki eingöngu haldið sig við erlend verkefni á síðustu misserum og klippti einnig íslensku kvikmyndirnar Svanurinn og Vargur.

Elísabet mun annars vegar klippa myndina ásamt Nat Sanders, sem meðal annars klippti Óskarsmyndina Moonlight, sjónvarpsþættina Girls og fyrri kvikmyndir leikstjórans Cretton sem nefndar voru að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum