Tónlistarmaðurinn Páll Þorsteinsson féll frá síðasta þriðjudag, 24. desember, aðfangadag. Morgunblaðið greindi frá því í gær.
Páll var betur þekktur undir listamannsnafninu Guli Drekinn, en hann var áberandi í íslensku hip hop-senunni, bæði sem rappari og framleiðandi. Hann vann með fjölda listamanna, en þar má nefna Erp Eyvindarson (BlazRoca), Gauta Þey (Emmsjé Gauti) og Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA).
Fjöldi fólks hefur minnst Páls á samfélagsmiðlum, til dæmis áðurnefndur Halldór sem hefur birt nokkrar færslur um Pál á Twitter. Dóri segir að Páll hafi verið gríðarlega hæfileikaríkur tónlistarmaður og ótrúlegur maður. Dóri deildi einnig nokkrum lögum þar sem að Páll kom við sögu.
Páll Þorsteinsson er fallinn frá, betur þekktur sem Guli Drekinn.Einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem ég hef hitt. Það var hjá honum sem ég fékk að vera einn af stóru strákunum fyrst og síðasta lagið mitt var tekið upp í hellinum. Hann var ótrúlegur. Hvíldu í friði og WORD!
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) December 29, 2019
Íslenskt rapp var svo léttleikandi og hresst einu sinni.
PALLI PTH FUR IMMER!https://t.co/a2AIS81NEJ
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) December 29, 2019
Palli á tökkunum, ég og Stjáni á rímunum. Alveg eins og það á að vera. https://t.co/D3yKoxpCNO
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) December 29, 2019
Guli Drekinn, Ennþá, alltaf.
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) December 29, 2019