fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Þjóðkirkjuprestur gagnrýnir þungunarrof og líkir því við fjöldabarnamorð Heródesar konungs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. desember 2019 18:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins og drengirnir í Betlehem sem ekki fengu að lifa, svo er farið um mörg börn heimsins í dag. Sum fá jafnvel ekki einu sinni að líta ljós dagsbirtunnar, eru drepin áður en þau fæðast. Þau fá ekki að koma úr mykrinu í móðurkviði yfir í sitt eigið líf þar sem ljósið er. Lífið er heilagt að kristnum skilningi og hvert barn er heilagt. Skylda okkar er að huga að lífinu og vernda það með öllu móti,“ skrifar þjóðkirkjupresturinn Arnaldur Arnold Bárðarson í grein á Kirkjuvefnum en greinin er skrifuð í tilefni af degi barnanna eða barnamessu sem er í dag, 28. desember.

Um fjöldamorð Heródesar konungs, sem greint er frá í Biblíunni, og þennan minningardag ritar Arnaldur:

„Dagurinn er minningardagur fyrir drengina í Betlehem sem Heródes konungur lét drepa til að koma í veg fyrir að nýr gyðingakonungur kæmist þar á legg. Þar óttaðist Heródes spádóm og þann möguleika að einhver myndi taka hásæti hans og kórónu. Vitringarnir sem hylltu jesúbarnið komu við hjá Heródesi á leiðinni til Betlehem. Þeir vissu um illan hug hans og fóru því aðra leið tilbaka. En það bjargaði ekki börnunum. Hermenn Heródesar voru sendir til Betlehem til að drepa í algjöru miskunnarleysi líkt og harðstjóra er háttur. Mannslíf, já meira að segja barnslíf voru og eru harðstjórum einskis virði.
Kristið fólk fór snemma að líta á börnin sem fyrstu píslarvottana er hefðu látið lífið fyrir Jesú Krist. Dagurinn er frá upphafi minningardagur sakleysingja sem misst hafa líf sitt. Síðar þróaðist dagurinn yfir í að vera gleðidagur barna. Þennan dag gátu börn heimsótt hvert annað og skemmt sér á kostnað hinna fullorðnu. Í dag eru iðulega haldin jólaböll fyrir börn á þessum degi og er það ekki tilviljun heldur byggir það á gamalli hefð um gleðistundir barna. Kalla má þennan dag með réttu dag sakleysisins. Þó undirtónninn sé dimmur vegna dauða drengjanna þá er líka gleðiraustin til staðar. Gleði yfir barninu sem fæddist á jólum og öllum börnum sem fagna lífinu með gleðisöng. Dagurinn minnir líka á þau börn sem ekki fá að lifa og deyja saklaus en er ætluð vist á himnum. Það er gleði yfir þeim. Gleði og von í endurfundi þeirra við foreldra og systkin sem þau aldrei sáu en munu sameinast þar á hinum efsta degi.“
Arnaldur segir að barnamessu sé ekki minnst í sjálfu sér vegna hinna hræðilegu atburða heldur sé hennar minnst barnanna vegna. Hann rekur síðan ýmislegt sem börn mega þola í dag, til dæmis á stríðshrjáðum svæðum og í flóttamannabúðum. En síðan bætast við þau fóstur sem ekki sjá dagsins ljós vegna þungunarrofs og er ljóst að presturinn er mjög gagnrýninn á þungunarrof.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum