fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Markaðurinn velur verstu viðskipti ársins hér á landi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. desember 2019 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markaðurinn, sem fylgir með Fréttablaðinu, hefur valið verstu viðskipti ársins og er niðurstaðan birt í blaðinu sem kemur út í dag.

Í efsta sætinu yfir verstu kaupin eru kaupin á skuldabréfum fasteignafélagsins Upphafs sem vöktu talsverða athygli í sumar. „Fjárfestar voru varla búnir að greiða fyrir bréfin þegar það uppgötvaðist að eigið féð var ekkert og útgefandinn í gríðarlegri lausafjárþröng,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins.

Næst á eftir þessum viðskiptum kemur sala Gildis lífeyrissjóðs á eignarhlut sínum í Brimi. Gildi seldi nær allan eignarhlut sinn til FISK-Seafood í ágúst fyrir um fimm milljarða króna en síðan þá hafa bréf Brims hækkað mikið, eða um tæp 18 prósent.

Í þriðja sætinu yfir verstu viðskiptin var starfsemi Samherja í Namibíu. „Óháð því hvað rannsókn á málum Samherja mun leiða í ljós þá hafa viðskiptin valdið félaginu gríðarlegu tjóni nú þegar,“ hefur Markaðurinn eftir einum úr dómnefnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Í gær

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“