fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Steingrímur minnist flóðbylgjunnar miklu á Tælandi – „Ég heyri enn raddir þeirra sem leituðu í örvæntingu að börnunum sínum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. desember 2019 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„15 ár og ég heyri enn raddir þeirra sem leituðu í örvæntingu að börnunum sínum sem sópast höfðu burt, jafnvel úr höndunum á foreldrunum. Börn sem leituðu foreldra sinna. Makar að leita maka, vinir vina. 15 ár og sé enn tóm augu eftirlifenda, starandi út í tómið, sögur af börnum sem þau gátu ekki bjargað og horfðu á eftir í flóðbylgjunni. Gráturinn, þessi sári, sári grátur.“

Þetta skrifar Steingrímur Sævarr Ólafsson í pistli þar sem hann minnist flóðbylgjunnar miklu á Tælandi árið 2004. Steingrímur kom þar að björgunarstörfum. Um aðdragandann segir Steingrímur þetta:

„Á öðrum degi jóla 2004 var ég að narta í síðustu rjúpnalærin þegar þessar miklu náttúruhamfarir áttu sér stað, grunlaus um það sem framundan var. Örfáum dögum síðar var ég farinn í björgunarleiðangur til Tælands.

Milli jóla og nýárs fékk ég nefnilega símtal frá forsætisráðuneytinu með beiðni um að ég færi með í sjúkraflug til Tælands til að sækja hóp slasaðra Svía og flytja til síns heima.“

Steingrímur lofar mjög frammistöðu íslenska björgunarhópsins og segir framgöngu þeirra sem í honum voru hafa verið mikinn hetjuskap:

„Icelandair útvegaði flugvél sem sérstaklega var útbúin til að flytja til Stokkhólms slasaða sænska ferðamenn og settur var saman hópur færustu einstaklinga á sínu sviði. Hópurinn sem fór út var gríðarlega vel skipaður læknum, hjúkrunarfólki, björgunarsveitarmönnum, skipuleggjendum, sjúkraflutningamönnum og svo mætti áfram telja. Algjörar hetjur sem ég bar og ber enn í dag takmarkalausa virðingu fyrir. Allt var þetta fólk sem lagði sig fram langt umfram skyldu og væntingar, fólk sem á skilið mikið lof.

Af hverju þetta fólk hefur ekki verið heiðrað sérstaklega af sænskum yfirvöldum fyrir framlag sitt er mér enn óskiljanlegt. Hetjur, ekkert annað en hetjur.“

Hlutverk Steingríms í hópnum var að vera tengiliður milli stjórnvalda á Íslandi, Tælandi og Svíþjóð og viðkomandi þurfti að vera mæltur á skandinavísku:

„En í þennan hóp vantaði einhvern sem gæti verið tengiliður milli stjórnvalda á Íslandi, Tælandi og í Svíþjóð, einhvern sem gæti mögulega kjaftað sig út úr óvæntum vandræðum, einhvern sem gæti bjargað sér á skandinavísku, einhvern sem gæti skrifað um þetta og miðlað áfram.

Dagarnir sem í hönd fóru fyrir þessum fimmtán árum eru jafn skýrir og þeir hefðu gerst fyrir ári síðan. Skyndikúrsar í hinu og þessu, bólusetningar, skipulagningarfundir, kynnast hetjunum sem sinntu alvöru verkefnunum í ferðinni og síðast en ekki síst að undirbúa sig andlega.“

Lokahluti pistils Steingríms er áhrifamikill en þar lýsir hann upplifun sinni af hörmungum náttúruhamfaranna. Segir hann að þessi reynsla hafi gjörbreyt sér og viðhorfi sínu til lífsins:

„15 ár og ég heyri enn raddir þeirra sem leituðu í örvæntingu að börnunum sínum sem sópast höfðu burt, jafnvel úr höndunum á foreldrunum. Börn sem leituðu foreldra sinna. Makar að leita maka, vinir vina. 15 ár og sé enn tóm augu eftirlifenda, starandi út í tómið, sögur af börnum sem þau gátu ekki bjargað og horfðu á eftir í flóðbylgjunni. Gráturinn, þessi sári, sári grátur.

Þetta var ferðalag sem ég kom ekki samur til baka úr. Hún gerbreytti lífsviðhorfi mínu, hugmyndum mínum um verðmæti, vináttu, fjölskyldubönd og raunar öllu.

Þú getur ekki breytt gærdeginum og þú veist ekki hvernig morgundagurinn er; nýttu daginn í dag til hins ítrasta til að gera góða hluti, leyfa fólki að finna að þú ert til staðar. Dagurinn í dag er dagurinn sem skiptir máli.

Lífið er nefnilega núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum