fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Móðir í Vesturbergi 4 sannfærð um íkveikju – Fjölskyldan fékk íbúð yfir jólin – „Hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir þessa góðmennsku“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. desember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit að þetta var íkveikja. Þú mátt alveg hafa það eftir mér. Öll verksummerki æpa á það en það var kveikt í á tveimur stöðum,“ segir Anna Kristbjörg Jónsdóttir, íbúi í Vesturbergi 4, en þar varð mikill eldsvoði á föstudag. Eldurinn kviknaðí í geymslurými á neðstu hæð. Hann var slökktur áður en hann náði að berast inn í búðir hússins en þær skemmdust af reykmengun og eru óíbúðarhæfar í bili. Gangurinn í húsinu er illa farinn og sótsvartur.

Málið er til rannsóknar hjá tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og frá lögreglunni er ekki aðrar upplýsingar að hafa í bili en að málið sé til rannsóknar og eldsupptök ókunn á þessu stigi málsins.

Anna er þriggja barna móðir og hafði í engin hús að venda um jólin í fyrstu en fjölskyldan hefur undanfarið sofið hjá vinum og vandamönnum og hafa þau orðið að skipta sér niður á heimili. Annar tveggja katta fjölskyldunnar týndist í eldsvoðanum en er nú fundinn aftur. Það eru þó ekki einu gleðitíðindin mitt í þessum hörmungum heldur hefur fjölskyldan nú fengið íbúð til umráða yfir jólin. Var það aðili sem brást við eftir að hafa séð sjónvarpsviðtal við Önnu, sem bauð þeim afnot af íbúð.

„Hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir þessa góðmennsku,“ segir Anna. Jólagjafirnar verða nú sóttar í íbúðina í Vesturberg og fluttar ásamt ýmsu öðru dóti til jólahaldsins í lánsíbúðina. „Maður gerir eitthvað úr þessu,“ segir Anna vongóð og má segja að hún brosi í gegnum tárin. Ástandið er enn mjög slæmt í íbúðinni í Vesturbergi og til dæmis er allur fatnaður mettaður reykjarlykt.

Anna vill að lokum skila jólakveðju og þakklæti til allra sem sýnt hafa fjölskyldunni hlýhug á þessum erfiðu tímum.

Sjá einnig:

Heimilislaus rétt fyrir jól vegna eldsvoða

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum