fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Um 130 manns í meðferð um jólin

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. desember 2019 13:50

Sjúkrahúsið Vogur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 130 manns verða í meðferð hjá SÁÁ yfir hátíðarinar og er útlit fyrir að öll rúm á Vík og á Vogi verði fullnýtt.

Þetta kemur fram á heimasíðu SÁÁ.

„Mjög margir eru í meðferð á jólunum. Fólk lætur það ganga fyrir að ná sér vegna áfengis- og vímuefnavanda, þrátt fyrir hátíðirnar,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, í fréttinni.

„Útlit er fyrir að nær öll rúm á Vík verði fullnýtt á jólum og áramótum og sömuleiðis á sjúkrahúsinu Vogi. Líklega verða þó engir unglingar hjá okkur á jólum sem er ánægjuefni. Síðan eru það þeir sem búa hjá okkur í búsetuúrræðinu Vin, þeir halda jól, fagna áramótum og njóta eins og við öll.“

Í fréttinni segir að það sé hátíðlegt um að litast í desember hjá SÁÁ. Búið er að skreyta hátt og lágt, setja upp jólatré og þá er von á dýrindis mat á hátíðunum. Eins og áður verður boðið upp á hátíðarmat og þá fá allir sjúklingar bók í jólapakka á aðfangadagskvöld.

„SÁÁ óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir góðan stuðning á árinu sem er að líða. Bati er besta jólagjöfin! Gleðileg jól!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“