fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Um 130 manns í meðferð um jólin

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. desember 2019 13:50

Sjúkrahúsið Vogur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 130 manns verða í meðferð hjá SÁÁ yfir hátíðarinar og er útlit fyrir að öll rúm á Vík og á Vogi verði fullnýtt.

Þetta kemur fram á heimasíðu SÁÁ.

„Mjög margir eru í meðferð á jólunum. Fólk lætur það ganga fyrir að ná sér vegna áfengis- og vímuefnavanda, þrátt fyrir hátíðirnar,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, í fréttinni.

„Útlit er fyrir að nær öll rúm á Vík verði fullnýtt á jólum og áramótum og sömuleiðis á sjúkrahúsinu Vogi. Líklega verða þó engir unglingar hjá okkur á jólum sem er ánægjuefni. Síðan eru það þeir sem búa hjá okkur í búsetuúrræðinu Vin, þeir halda jól, fagna áramótum og njóta eins og við öll.“

Í fréttinni segir að það sé hátíðlegt um að litast í desember hjá SÁÁ. Búið er að skreyta hátt og lágt, setja upp jólatré og þá er von á dýrindis mat á hátíðunum. Eins og áður verður boðið upp á hátíðarmat og þá fá allir sjúklingar bók í jólapakka á aðfangadagskvöld.

„SÁÁ óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir góðan stuðning á árinu sem er að líða. Bati er besta jólagjöfin! Gleðileg jól!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum