fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Afkastamiklir jólasveinar – Tvö tonn af kartöflum og 591.000 skógjafir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. desember 2019 07:55

Sumir trúa víst ekki á jólasveininn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegt þykir að íslensk börn fái um tvö tonn af kartöflum í skóinn fyrir þessi jól og um 4,8 tonn af mandarínum. 45.500 skór prýða gluggakistur og arinhillur íslenskra heimila þessa dagana og því þurfa jólasveinarnir að hafa hraðar hendur við að fylla á þá alla, hvort sem er með kartöflum eða mandarínum, nú eða öðru góðgæti eða nytjahlutum.

Þetta kemur fram á vef Íslandsstofu í tilkynningu sem nefnist Jólagort 2019. Segir að samkvæmt úttekt greiningardeildar Íslandsstofu þá séu íslensku jólasveinarnir mun duglegri en starfsbræður þeirra í öðrum löndum. Þeir nái að setja gjafir í 45.500 skó á hverri nóttu á aðeins átta klukkustundum. Rétt er að hafa í huga að aðeins einn jólasveinn er að störfum á hverri nóttu svo þetta er ansi vel af sér vikið. Síðan má ekki gleyma að þeir þurfa einnig að bregða sér til útlanda að næturlagi til að setja í skó íslenskra barna sem búa utan landsteinanna. Það gerir afrek þeirra enn meira.

Jólasveinarnir ná því að gefa rúmlega 591.000 gjafir á þeim þrettán nóttum sem þeir eru að störfum í ár.

Greiningardeildin gerir ráð fyrir að um þrjú prósent barna séu óþekk og fái kartöflur í skóinn og njóti kartöflubændur góðs af því þar sem gefa þurfi þeim kartöflur í skóinn.

Greiningardeildin komst einnig að þeirri niðurstöðu að jólasveinarnir gefi gjafir fyrir 295 milljónir á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“