fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Allir geta dansað: Vilborg Arna féll úr leik með Daða Frey

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. desember 2019 21:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, féll í kvöld úr keppni í þættinum Allir get dansað. Hún og Daði Freyr dönsuðu samba. Þau höfðu bara fjóra daga til undirbúnings en fyrri dansfélagi Vilborgar, Javi Fernández, var rekinn úr þættinum.

DV greindi frá því fyrir skömmu og samkvæmt heimildum DV var óánægja Vilborgar helsta ástæðan fyrir brottrekstri Javis. Upp hafi komið aðstæður þar sem Javi hafi í einhver skipti þurft að mæta seinna á æfingar en það hafi verið vegna skuldbindinga hans við nemendur sína en Javi starfar einnig sem danskennari. Það hafi komið illa við Vilborgu Örnu sem stundum hafi ekki treyst sér til þess að mæta á dansæfingarnar sjálf vegna pirrings.

Vilborg Arna fór hins vegar fögrum orðum um Javi í kvöld og sagði: „Því miður fór það þannig að hann Javi er horfinn á braut. Hann er náttúrulega yndislegur strákur og skemmtilegur. Ég lærði helling af honum og þakka honum kærlega fyrir samstarfið.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu