Móðir, sem óskar eftir nafnleynd, biðlar til almennings um aðstoð við að hafa uppi á manni sem braut á 7 ára syni hennar í Breiðholtslaug. Lögregla staðfestir að kæra þess eðlis hafi borist og sé rannsókn á frumstigi.
Skilaboðum móður drengsins hefur verið deilt í nokkrum Facebook-hóp og þar meðal er hópur fyrir íbúa Breiðholts. „Síðastliðinn mánudag, 31. júlí, fer sonur minn á sundnámskeið í breiðholtslaug frá hálf 10 til 10. Þegar hann fer uppúr kl 10 þá er hann einn inni í sturtuklefanum fyrir utan einn mann sem hvíslar honum að koma afsíðis i sturtuklefanum sem sonur minn gerir. Þessi maður kyssir a honum typpið (eða stingur því upp i sig) og kyssir hann á munninn og hvíslar eitthvað sem sonur minn skilur ekki. Hann brást rétt við og sagðist þurfa að fara,“ segir í umræddum skilaboðum.
Móðir drengsins segist ætla að gera allt í hennar valdi til að hafa uppi á manninum. „Maðurinn var á leiðinni ofan í laug og sonur minn upp úr. Hann drífur sig að klæða sig og hleypur út í bil og segir mér frá. Við höfum talað við lögregluna og búið að athuga hvort hægt sé að finna DNA af þessum manni en ef einhver var í sundinu á þessum tíma, Breiðholtslaug og sá eitthvað þá má endilega skrifa það hér fyrir neðan.
Ég ætla að gera allt til að finna þetta ógeð. Hann gat nokkurn vegin lýst þessum manni sem grönnum og trúlegast brúnhærður og að hann hafi verið fullorðinn en ekki gamall. Hann hafi verið rauður í framan og með doppur svo mögulega með freknur, hvítur á hörund. Einnig er mikilvægt að svona menn finnist því hann er akkúrat a þeim tíma sem fullt af börnum eru í sundnámskeiðum,“ segir móðir drengsins.
Kristján Ingi Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við DV að rannsókn sé á frumstigi. Hann segist ekki geta tjáð sig á þessu stigi um hvort maðurinn hafi sést á myndbandsupptökum.