fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Heimilislaus rétt fyrir jól vegna eldsvoða: „Okkur líður ömurlega“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. desember 2019 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Okkur líður ömurlega. Ég er að vonast eftir því að geta haldið jólin heima en mér finnst það ekki líklegt miðað við hvernig þetta er útlítandi núna,“ segir Anna Kristjbjörg Jónsdóttir, íbúi í Vesturbergi 4, sem er fjölbýlishús á fjórum hæðum, en allt húsið var rýmt í kjölfar eldsvoða sem kviknaði í geymslurými á neðsta hæð hússins á tíunda tímanum í morgun.

Eldurinn náði ekki að teygja sig inn í íbúðirnar en þær skemmdust af reyk. „Gangurinn er allur ónýtur og það eru svartir veggir alveg upp að efstu hæð,“  sagði Anna í viðtali við DV. Hún segist hafa fengið snert af reykeitrun en andlega líðanin er verri þar sem skipta þarf fjölskyldunni niður í gistingu hjá vandamönnum í nótt og ólíklegt er að fjölskyldan geti haldið jól á heimili sínu miðað við ástand hússins í augnablikinu. Það er alltaf ömurlegt að þurfa að yfirgefa heimili sitt vegna eldsvoða en líklega aldrei verra en rétt fyrir jól.

„Við vorum föst inni í einu herbergi, öll fjögur og einn hundur. Við komumst ekki út á svalir, það var svo mikill reykur, við komumst ekki fram og þurftum að loka okkur inni í einu herbergi. Það var allt húsið rýmt og okkur komið fyrir úti í Fellaskóla,“ segir Anna sem reynir ásamt fjölskyldu sinni að ná áttum eftir þennan hræðilega atburð sem meðal annars setur jólahald fjölskyldunnar í uppnám. Þau reiða sig hins vegar á aðstoða góða vina og ættingja og gistingu er borgið fyrir nóttina.

„Þetta er hryllingur,“ bætir Anna við döpur.

Eldsupptök er ókunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum