fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Sýnum gæludýrunum tillitssemi um áramótin

Auður Ösp
Þriðjudaginn 31. desember 2019 13:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamlárskvöld gengur senn í garð, með tilheyrandi sprengingum og látum, en ekki eru allir jafn hrifnir af slíku, og allra síst gæludýrin okkar.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun er gæludýraeigendur minntir á að huga vel að dýrum sínum meðan á flugeldaskotum stendur um áramótin.

Meðal annars er bent á að halda köttum alveg inni dagana í kringum áramót og hafa hunda alltaf í taumi þegar þeim er hleypt út, þótt það sé bara út í garð.

Dýr sem sýna mikla hræðslu ber ekki að skilja eftir ein, en fram kemur að misjafnt sé hvort hrædd gæludýr vilji félagsskap eigandans eða hvort þau vilji skríða í felur. Ef þeim líður betur í felum skal maður leyfa þeim það. Allra mikilvægast er að dýrin sleppi ekki út.

Þá er gott er að tala rólega en glaðlega við dýrin og jafnvel er hægt að gefa þeim smá dýranammi og þá er bent á að strokur og snerting eiganda rói einnig flest dýr og veiti þeim styrk.

Ef framangreint er ekki talið nægjanlegt, þá er gæludýraeigendum ráðlagt að tala við dýralækni tímanlega fyrir áramót og fá ráðleggingar. Hægt er að fá lyfseðil fyrir kvíðadempandi lyf .

Ungum dýrum, sem eru að upplifa sín fyrstu áramót, þarf að sýna sérstaka aðgát. Dagarnir fyrir áramót geta gefið vísbendingu um hvers megi vænta.

„Allra mikilvægast er alltaf að dýrin séu í öruggu umhverfi og njóti stuðnings eiganda sinna,“ segir jafnframt í tilkynningu MAST.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum