Spænsk kona var í morgun sakfelld fyrir kókaínsmygl til Íslands. Reyndi hún að smygla tæplega 400 grömmum af efninu með flugi til landsins seint í október síðastliðnum. Efnið var ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Efnin fundust við leit á hinni ákærðu og var hún með þau innvortis í 39 pakkningum.
Söluandvirði efnanna er hátt í sex milljónir króna.
Hin ákærða viðurkenndi brot sín skýlaust allt frá upphafi rannsóknar og var það virt henni til refsilækkunar. Hún var dæmd í átta mánaða fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhald frá 27. október.