fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Langur nætursvefn og langir blundar auka líkurnar á heilablóðfalli

Pressan
Mánudaginn 4. ágúst 2025 21:30

Eru þau A- eða B-manneskjur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem sofa meira en níu klukkustundir á nóttunni eða fá sér langa blunda á daginn eiga frekar á hættu að fá heilablóðfall en þeir sem sofa minna. Léleg svefngæði geta einnig aukið líkurnar á heilablóðföllum borið saman við þá sem fá góðan svefn.

Sky skýrir frá þessu og segir að þetta séu niðurstöður  kínverskrar rannsóknar. Niðurstöður hennar voru birtar í vísindaritinu Neurology. Í rannsókninni voru svefnvenjur 31.750 heilbrigðra fullorðinna rannsakaðar. Meðalaldur þátttakenda var 61,7 ár. Rannsóknin náði yfir sex ára tímabil. Á þeim tíma voru 1.438 heilablóðföll staðfest hjá þátttakendunum og 119 tilfelli komu upp að auki sem talið er að hafi verið heilablóðföll.

Þeir sem sögðust sofa meira en níu klukkustundir á nóttu voru 23% líklegri til að fá heilablóðfall en þeir sem sváfu sjö til átta klukkustundir. Þeir sem fengu sér reglulega meira en 90 mínútna blund á daginn voru 25% líklegri til að fá heilablóðfall en þeir sem blunduðu í minna en hálfa klukkustund.

Þeir sem sváfu lengi á nóttunni og fengu sér líka langa blunda á daginn voru 85% líklegri til að fá heilablóðfall en þeir sem sváfu minna.

Þeir sem sögðust upplifa léleg svefngæði voru 29% líklegri til að fá heilablóðfall en þeir sem sögðust sofa vel. Þeir sem sváfu lengi og upplifðu léleg svefngæði voru 82% líklegri til að fá heilablóðfall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð