Lektorinn Kristján Gunnar Valdimarsson sem haldið hefur unglingapartý heima hjá sér þar sem fíkniefni voru höfð um hönd virðist hafa brotið siðareglur háskólans. Frétt DV um málefni Kristjáns hefur vakið mikla athygli en meðal annars kemur fram í henni að fyrir skömmu var lögregla kölluð að heimili Kristjáns vegna stúlku sem hafði tekið of stóran skammt af fíkniefnum og var í lífshættu.
Í sjötta kafla siðareglna háskólans er yfirskriftin: Heilindi, ábyrgð og hollusta. Í annarri málsgrein kaflans segir:
Við rýrum ekki orðspor og trúverðugleika Háskólans með ámælisverðri framkomu,
skeytingarleysi um lög og reglur eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi.
Virðist Kristján hafa brotið þessa reglu, meðal annars með framferði sem varðar við lög.
Samkvæmt heimildum DV eru mál Kristjáns til umfjöllunar hjá Félagsvísindasviði. Gunnar er skráður lektor í lagadeild sem heyrir undir Félagsvísindasvið. Hann var tekinn úr kennslu vegna óreglu áður en mál hans rötuðu í fjölmiðla en honum hefur ekki verið sagt upp störfum ennþá.