Jarðskjálfti varð við Fagradalsfjall á Reykjanesi nú á tólfta tímanum og fannst skjálftinn vel á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn veðurstofunnar er fyrsta mat á stærð skjálftans 3,5. Eins og kunnugt er hefur jarðskjálftahrina verið í gangi við Fagradalsfjall frá 15. desember og hafa yfir 1.500 jarðskjálftar mælst í hrinunni. Í tilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér kemur fram að skjálftar séu algengir á þessu svæði.