fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Lögfræðingar á Íslandi segjast vera áreittir kynferðislega af viðskiptavinum sínum

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 18:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega þrjátíu prósent lögmanna segjast hafa orðið fyrir óviðeigandi tillögum að kynferðislegum samskiptum frá viðskiptavinum. Þetta var meðal þess sem kom fram í Lögmannablaðinu en Fréttablaðið greindi frá þessu í dag.

Í Lögmannablaðinu voru birtar niðustöður könnunar sem vinnuhópur skipaður af Lögmannafélagi Íslands framkvæmdi. Hópurinn var skipaður til að skoða #MeToo í samhengi við starfsumhverfi lögmanna svo hægt væri að meta það hvort það sé þörf á breytitngum á lögmannalögum eða á siðareglum. Einnig taldi um fjórðungur þeirra lögmanna sem tóku þátt að þeir hafi orðið fyrir eða orðið vitni að einelti. Vinnuhópurinn segir niðurstöðurnar hljóta að vera umhugsunarefni fyrir stéttina. „Hópurinn telur það með öllu óásættanlegt að tæplega þriðjungur lögmanna hafi orðið fyrir eða orðið vitni að kynbundinni áreitni á vinnustað sínum.“

Vakin er athygli á því að einungis 17%  af þeim sem könnunin náði til svöruðu henni. Það þykir almennt vera lágt hlutfall en á móti var kynjahlutfallið jafnt og aldursdreifingin góð. Þess vegna er tekið mark á niðurstöðunum. Vinnuhópurinn á enn eftir að skila niðurstöðum um það hvort það sé nauðsynlegt að breyta siðareglunum eða lögmannalögunum en þeim niðurstöðum verður skilað eftir áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum