fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Sigmundur segir að það standi yfir stríð gegn jólunum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. desember 2019 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á Íslandi séu öfl sem vilji koma jólunum fyrir kattarnef. Þetta kemur fram í pistli hans sem birtist í Jólablaði Miðflokksins á Suðurlandi.

Sigmundur fer yfir víðan völl en segir meðal annars: „Við megum þó líta á allt það góða við íslenskt jólahald sem sjálfgefna og óumbreytanlega hluti. Friður og samkennd jólanna er afleiðing langrar sögu sem þarf að rækta og varðveita. Þess vegna er það sérstakt áhyggjuefni að á undanförnum árum hafi verið leitast við að þrengja að hefðum og jafnvel grundvelli jólahalds á Íslandi og víðar. Eins og alltaf eru slíkar breytingar boðaðar í nafni góðra markmiða og með vísan í jákvæð orð eins og frelsi og fjölbreytileika,“ skrifar Sigmundur.

Sjá einnig: Sigurður segir að Dagur og félagar hafi eyðilagt jólin: „Börnin voru með tárin í augunum, eitthvað hafði verið eyðilagt“

Hann nefnir sem dæmi að sífleiri þurfi að vinna um jólin. „Þannig er okkur sagt að í nútímasamfélagi geti ekki gilt gamlar reglur um frí á helgidögum. Frelsið kalli á að fyrirtæli fái að láta fólk vinna þá daga eins og aðra daga. Vitanlega hafa margar stéttir ætíð þurft að vinna á jólum (t.a.m. heilbrigðisstarfsfólk, löggæsla og slökkvilið) en þá hefur verið litið á það sem lofsverða fórnfýsi þeirra sem starfa fyrir samfélagið. Um leið hefur þótt rétt að þeir sem þyrftu að vera við vinnu yfir jól fengju að njóta hátíðarinnar eins og kostur er fremur en að jóladagarnir væru eins og hver önnur vakt,“ segir Sigmundur.

Hann telur suma skóla vilja banna jólin. „Verra er þó að borið hefur á því að jólahaldi sé að verulegu leyti úthýst úr sumum af mikilvægustu stofnunum samfélagsins. Það á til dæmis við um skóla í sumum sveitarfélögum, einkum í Reykjavík. Dæmi eru um að börn fái ekki að fara í kirkju með skólanum fyrir jól eða sýna jólaleikri og jafnvel ekki að halda litlu jólin í skólanum. Undirbúningur jólanna í skóla hefur frá upphafi verið stór þáttur í aðdraganda friðarhátíðarinnar á Íslandi. Kynslóð fram af kynslóð hefur jólaundirbúningur í skólum veitt börnum einstakar ánægjustundir og verið liður í því að viðhalda hinni sameiginlegu íslensku jólamenningu,“ segir Sigmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum