fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

5 hlutir sem ætti að henda á áramótabrennuna

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. desember 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú færist nýja árið sífellt nær og margir kveðja það gamla með því að fara á brennu. Hér eru fimm hlutir sem væru best geymdir í logunum.

1. Stjórnarskráin

Þarf eitthvað að flækja þetta í fleiri mánuði og ár? Hendum bara gömlu stjórnarskránni á bálið og búum til nýja þar sem réttindi allra borgara eru tryggð í bak og fyrir, ekki bara þeirra sem eru með djúpa vasa.

2. Láglaunaseðlar

Það er búið að berjast fyrir hækkun launa þeirra verst settu en betur má ef duga skal. Skitnar þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði fleyta fjölskyldufólk ekki langt og því hægt að brenna launaseðlana á táknrænan hátt.

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

3. Nýja jólajógúrtin

Hvernig datt MS í hug að breyta kurlinu? Það er ein af stóru ráðgátum þessara jóla og eiginlega magnað að ekki hafi orðið meira fjaðrafok yfir þessri nýju jógúrt. Á bálið með hana!

4. Hvatningarorð í ramma

Vertu besta útgáfan af sjálfum þér, dúndraðu þessum klisjukenndu hvatningarorðum í ramma beint í logandi eldinn og byrjaðu að lifa lífinu samkvæmt þinni eigin sannfæringu, ekki einhverjum orðum á blaði. Þessir rammar eru líka svo hallærislegir að það hálfa væri nóg.

5. Brostnar væntingar

Gamla árið er að kveðja og það nýja að heilsa. Þá er lag að losa sig við allar brostnu væntingarnar, glötuðu draumana og fólkið sem hefur verið ömurlegt við þig árið 2019. Taktu á móti 2020 með opnu hjarta og hreinum skildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Í gær

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann
Fréttir
Í gær

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Í gær

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn