fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Verslanir í Kringlunni söfnuðu yfir 2 milljónum fyrir Foreldrahús – Vímulausa æsku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslanir í Kringlunni sögnuðu alls rúmlega 2 milljónum króna á góðgerðardaginn Af öllu hjarta, sem fram fór 19. september síðastliðinn í Kringlunni.

Góðgerðadagurinn Af öllu hjarta er verkefni sem Kringlan hleypti af stokkunum fyrir nokkrum árum og í því felst að einn dag á ári gefa verslanir og veitingastaðir hússins 5% af veltu dagsins til góðs málefnis. Að þessu sinni var dagurinn í Kringlunni helgaður Foreldrahúsi – Vímulausri æsku, sem safnar fyrir eigin húsnæði undir starfsemina.

Samstillt átak verslunareigenda í einni stærstu verslunarmiðstöð landsins áorkar miklu til samfélagslegs málefnis af þessu tagi auk þess sem félagið fær ómetanlegt tækifæri til kynningar og fræðslu. Söfnunarféð  rúmlega 2 milljónir króna mun koma félaginu að miklu gagni við að veita sem bestan stuðning til ungmenna í vímuefnavanda sem og fjölskyldum þeirra.

Á myndinni tekur framkvæmdastýra Foreldrahúss, Berglind Gunnarsdóttir Strandberg, við ávísun úr höndum forsvarsaðila Kringlunnar, þeim Sigurjóni Erni Þórssyni framkvæmdastjóra og Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Í gær

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ