fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Helga hræðist rasisma sex ára dóttur sinnar -Tárin féllu – „Það eru svört börn í skólanum hennar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Helga Baldvins Bjargardóttir deilir áhyggjum sínum varðandi fordóma barna sinna og nefnir í því samhengi sérstakar aðstæður frá því í sumar er sex ára dóttir hennar gerði eitthvað óboðlegt. Þetta kemur fram í pistil sem hún skrifar á Mannlíf.

„Á sólríkum degi í sumar eftir yndislega sundferð með börnunum mínum var stefnan tekin á pylsuvagninn góða í Laugardalnum. Við settumst á bekk með pylsur og svala og fyrir aftan okkur settist svört móðir með börnin sín í sömu erindagjörðum. Þegar ég hélt að ekkert gæti raskað sæluvímu sundferðarinnar verður mér allt í einu litið á dóttur mína sem situr andspænis hinni fjölskyldunni og hermir eftir górillu. Hjartað tekur kipp og þúsund hugsanir þjóta í gegnum huga mér á örfáum sekúndum. Milli samanbitinna tannanna og ögn hvassara en ég ætlaði mér spyr ég hana hvað hún sé að gera, hvort hún sé að leika górillu og bið hana að gjöra svo vel að hætta þessu eins og skot.“

Í kjölfar atviksins spruttu upp margar tilfinningar hjá Helgu, en hún virðist ekki hafa vitað nákvæmlega hvernig hún ætti að bregðast við.

„Var þetta viljandi eða óvart? Hvar hefur hún séð þetta gert? Það eru svört börn í skólanum hennar, er þetta eitthvað sem líðst þar? Er barnið mitt rasisti? Hefur mér gjörsamlega mistekist í uppeldinu? Hugsaði ég með hjartað í buxunum og vonaði svo heitt og innilega að fjölskyldan fyrir aftan okkur hefði ekki séð til hennar.“

Helga segir að dóttur sinni hefði verið brugðið er hún var skömmuð fyrir athæfi sitt. Hún segist hafa hugsað sig vandlega um það hvernig best væri að útskýra málið fyrir barninu sínu.

„Hvernig á maður eiginlega að útskýra rasisma fyrir 6 ára barni. Ég hef ekki hugmynd, en ég veit að ég verð að reyna. Þegar við erum komin í átt að bílnum tek ég utan um axlir hennar, sest á hækjum mér og horfi í þessi fagurbláu augu,“

„Ég veit ekki hvort þetta var viljandi eða óvart, en fólk með hvítan húðlit, eins og við, hefur mjög oft komið mjög illa fram við fólk með svartan og brúnan húðlit og eitt það ljótasta sem fólk með hvítan húðlit gerir er að líkja þeim við apa eða górillur.“

Helga segir dóttur sína hafa farið að gráta vegna útskýringa hennar, þó þær hafi að lokum komist að þeirri niðurstöðu að gjörðir dótturinnar hafi ekki verið illa meintar. Spurningar vakna samt sem áður hjá Helgu. Hún veit ekki hvort hún hafi brugðist rétt við.

„Ég sé tárin brjótast fram í augum dóttur minnar um leið og hún útskýrir að þetta hafi hún ekki vitað. Ég svara henni með þeim orðum að ég viti að hún meinti ekkert illt og að núna þegar hún viti þetta þá sé ég fullviss um að hún muni aldrei gera þetta aftur. Hún tekur undir það og við föðmumst innilega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum