fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Svona er staðan á flutningskerfinu: Allt á fullu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2019 13:02

Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsnet hefur sent frá sér yfirlit um stöðu flutningskerfisins, en eins og kunngt er hefur verið rafmagnslaust víða eftir óveðrið í síðustu viku. Viðgerðarhópar hafa haft í nógu að snúast undanfarna daga og enn er unnið að viðgerðum víða, til dæmis á Dalvíkurlínu en viðgerð þar gengur vel.

Hér má sjá yfirlit Landsnets um stöðuna í hádeginu, þann 17. desember:

Tengivikið við Reykjanesvirkjun / Suðurnesin.

Vegna seltu við tengivirki okkar við Reykjanesvirkjun þarf að taka úr rekstri Rauðamelslínu 1 milli Rauðamels og Reykjanesvirkjunar svo unnt verði að hreinsa tengivirkið. Báðar vélar Reykjanesvirkjunar verða úr rekstri á meðan en við eigum ekki von á straumleysi hjá almennum notendum á svæðinu.

Tengivirkið í Hrútatungu

25 manna hópur frá okkur og Rafal vann við að þrífa einangrara virkisins í fyrrinótt frá miðnætti og fram til kl. 4:00. Eftir það áttum við enn í erfiðleikum með að halda spennu á virkinu, en það tókst að lokum og hefur það verið í rekstri frá því rúmlega 6 í gærmorgun. Vegna tíðra útslátta á virkinu undanfarið, þá verðum við tiltæk á svæðinu eitthvað áfram.

Dalvíkurlína 1

Vinna gengur vel við lagfæringar á línunni. Allar stæður komnar upp og byrjað er að hengja upp leiðara. Ef vinna gengur áfram vel á morgun eru allar líkur á því að áætlanir standist og að línan verði komin í rekstur á miðvikudaginn. Í gærkvöld, við lok vinnudags, var öllum viðbragðs- og viðgerðaraðilum, sem hafa unnið sleitulaust við hjálpar- og viðgerðarstörf, boðið í menningarhúsið á Dalvík til að þiggja veitingar í boði íbúa. Sveitarstjórinn þakkaði þessum aðilum fyrir sitt framlag og það er frábært að finna hvernig íbúar sveitafélagsins hafa tekist á við rafmagnsleysið og erfiðleikana sem því fylgja, af mikilli jákvæðni.

Kópaskerslína 1

Línan er í rekstri frá Laxá og Þeistareykjum að Lindarbrekku og tengipunkti við fiskeldisstöð í Öxarfirði, sem er um 15 km suður af Kópaskeri. Viðgerð á línuhluta næst Kópaskeri hófst af fullum krafti í dag. 20 manna hópur sér um að hreinsa leiðara og undirbúa staurauppsetningu, en reising á nýjum staurum hefst í dag. Þá bætast nokkrir reynsluboltar í viðgerarteymið í dag, en þeir koma beint úr viðgerð á Dalvíkurlínunni. Áætlað er að vinnu við línuna verði lokið um komandi helgi.

Húsavíkurlína 1

Viðgerð á línunni gekk vel í gær og er áætlað að henni ljúki í kvöld.

Laxárlína 1

Beðið verður með viðgerð um sinn meðan unnið er við lagfæringar á öðrum línum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Í gær

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ