fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Tónlistarmaðurinn Geiri Sæm er látinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2019 07:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn og matreiðslumeistarinn Ásgeir Magnús Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm lést á heimili sínu í Reykjavík 15. desember síðastliðinn. Ásgeir fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1964.

Hann stundaði tónlistarnám og byrjaði ungur að semja tónlist. Eftir hann liggja fjórar hljómplötur sem hann gaf út ásamt félögum sínum í Pax Vobis og Hunangstunglinu sem og fjöldinn allur af óútgefnu efni.

Geiri söng, lék á gítar og hljómborð og samdi fjölda laga og texta. Þekktust eru lögin Sterinn, Er Ást í tunglinu, Rauður bíll og Froðan sem hefur tvisvar komið út. Fyrst í flutningi Geira Sæm og Hunangstunglsins árið 1988 og svo í flutningi Ragga Bjarna og Jóns Jónssonar árið 2012.

Síðast gaf Geiri Sæm út lag á 55 ára afmæli sínu nú í nóvember, lagið Sooner than later.

Eftirlifandi eiginkona Ásgeirs er Anna Sigrún Auðunsdóttir og dætur þeirra eru Sonja og Ásgerður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Í gær

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”