fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Heimsfrægur söngvari flúði björgunarsveitina á Íslandi – „Við hefðum alls ekki átt að gera þetta“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 16. desember 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kántrýstjarnan Kip Moore lýsti rosalegu ævintýri sem hann lenti í ferð sinni um Ísland í morgunþættinum Ty Bentli-show á dögunum. Þegar að Kip var spurður út í ógnvænlegasta atvik ævi sinnar fór hann að segja frá því er hann braut af sér á Íslandi.

Kip segist hafa verið að ganga um náttúru Íslands ásamt félaga sínum. Ekki kemur fram í frásögn Kip hvar hann hafi verið staðsettur nákvæmlega en hann lýsir staðnum sem ansi mögnuðum og óraunverulegum.

Kip viðurkennir að hann hafi farið utan vegar til að skoða náttúruna betur, þrátt fyrir að hann væri meðvitaður um að það mætti ekki.

„Það stóð skýrt á skilti að þetta mætti ekki og við hefðum alls ekki átt að gera þetta, en við bara urðum að sjá þetta.“

Þegar Kip og félagi hans sneru til baka frá utanvegagöngu sinni blasti við þeim fjöldi björgunarsveitarmanns. Kip segir að þeir hafi augljóslega verið að bíða eftir þeim félögunum, svo þeir földu sig.

Kip segist hafa óttast afleiðingar þess að fara utanvegar, en hann taldi að fangelsisvist væri möguleg refsing. Því hafi hann og vinur sinn ákveðið að flýja. Samkvæmt lýsingu Kip var lítið um undankomuleiðir og því hafi þeir neyðst til að fara úr buxunum og vaða yfir á. Áin var samkvæmt Kip hrikalega köld, enda gerist saga hans í febrúar.

Þegar að þeir voru komnir yfir ána voru þeir að frjósa úr kulda, þó beið þeirra erfiðasta þrautin, en þeir þurftu að klifra upp bjarg til að komast í burtu.

Kip lýsir félaga sínum sem heimsklassa klifrara, þó hafi þeir verið sammála um að bjarg þetta verið ansi hættulegt klifurs. Að lokum komust félagarnir þó upp bjargið og í burtu frá hættunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Í gær

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ