fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Áslaug á vin sem bíður þess að vera tekinn af lífi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. desember 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug nokkur, guðfræðinemi, sagði frá bréfasamskiptum sínum við fanga sem er á dauðadeild (e. death row) á Twitter-síðu sinni.

„Ég á pennavin á death row (í gegnum samtök sem vilja efla andlega heilsu fanga) og það gleður mig ekkert meira en þegar hann sendir mér bréf til að þakka mér fyrir að senda honum bækur eftir íslenska höfunda, notaðar og ódýrar af Amazon en þær bæta líf hans til muna.“

Áslaug segir að hægt sé að koma sér í samband við fanga í gegnum WriteAPrisoner. Sjálf er hún að taka þátt í sérstöku verkefni, en tekur þó fram að hægt sé að senda bréf til fanga hvenær sem er.

„Þetta er með betri ákvörðunum sem ég hef tekið. Hann er búinn að vera vinur mitt í 1 ár núna og hefur hjálpað mér mikið. Við spjöllum um allt milli himins og jarðar, hvernig mér líður, sögur af lífinu sem hann lifði, hvað hann vildi hafa gert öðruvísi, illsku, ást & börnin hans.“

Nokkrar spurningar hafa borist til Áslaugar vegna málsins, meðal annars varðandi vitneskju hennar um glæpina sem fanginn hefur verið dæmdur fyrir. Áslaug segist hafa valið hann sjálf, lesið skjöl um hann, séð myndbönd af réttarhöldum hans.

Áslaug nefnir nokkrar gjafir sem hún hefur sent fanganum, þar má nefna bækur eftir Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson, Hönnuh Kent, auk þjóðsagnasafns, orðabókar og Harry Potter.

Fanginn sem er vinur Áslaugar er ,líkt og áður kom fram, á dauðadeild. Það þýðir að hann hefur verið dæmdur til dauða og bíður aftöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Í gær

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu

Tveir litlir hreppar ræða sameiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”