fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Hlynur segir klám drepa íslenska karla: „Ég gat ekki uppfyllt þessar kröfur samfélagsins“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. desember 2019 12:44

Hlynur Kristinn Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlynur Kristinn Rúnarsson, stofnandi samtakanna Það er von, sem sinna aðstoð við fíkniefnaneytendur í bata, veltir fyrir sér hver sé ástæðan fyrir því að karlar taka eigið líf í meira mæli en konur. Í færslu á Facebook nefnir hann sem dæmi að klám brengli hugmyndir karla um eigið gildi.

„Þetta eru skráð inn á Landlæknisembættinu:

29 sjálfsvíg karla árið 2018 – 5 sjálfsvíg kvenna

32 sjálfsvíg karla árið 2017 – 2 sjálfsvíg kvenna

36 sjálfsvíg karla árið 2016 – 4 sjálfsvíg kvenna

Þessar tölur eru sláandi. Þetta fær mann til þess að hugsa. Af hverju er þessi afgerandi munur á milli kynjanna? Í undirheimum er hlutverk kynjanna mjög ólík. Líkamlegir yfirburðir karlanna eru áberandi. Og oft þessi gamla tugga um að karlmaðurinn eigi að skaffa og konan eigi að vera undirgefin. Óheilbrigð samskipti kynjanna í neyslu eru mjög áberandi. fíkn, losti, gredda, klám og dýrslegar hvatir eru oft ráðandi í þessum samskiptum kynjanna. Stelpur í undirheimum laðast að þeim sem eru alpha eða eiga efni til að fóðra fíknina,“ segir Hlynur.

Minnimáttarkennd út af kláminu

Hlynur segist þekkja þetta vel: „Það er samt þannig að bæði kyn beita ofbeldi, bæði kyn eru í sölu og dreifingu, bæði kyn ljúga og stela. En það er eins og dýraríkið „undirheimar” sé mjög frumstætt. Þar sem stóri sterki brjálæðingurinn eða sá sem á peningana/efnin nær í stelpurnar eins og stóra górillan í górilluhópnum fær kvk górillurnar. Þar sem ég er einn af þeim sem hefur lagt ýmislegt á sig til þess að vera eftirsóknarverður hjá stelpum og þekkja það eflaust margir kk. Bæði hef ég reynt að verða stór og sterkur og eiga peningana… til að heilla…“

Sjá einnig: Hlynur sagður hrotti og ofbeldismaður: „Hvað viltu að ég geri við þessa greddu?“

Hlynur segist hafa reynt að vera slíkur maður. „Ég reyndi að vera þessi glansmyndabófi og svona eftir á litið líklegast mikið til að ganga í augun á stelpum. Þótt ég hafi kannski ekki alveg séð það þá… Ég var alltaf að reyna að fitta í ímynd sem ég taldi að karlmenn ættu að vera. Þessi steríoímynd um karlinn sem skaffar, sem þénar, sem er stór og stæltur og skorinn. Sem er harður og án veikleika. Svo með bullandi minnimáttarkennd yfir typpastærð úr klámmyndum að vera að bera mig saman við klámmyndaleikara. Með öll þessi gildi um hvernig ég ætti að vera sem karlmaður lánað úr samfélaginu mínu,“ segir Hlynur.

Sjálfsvíg er tegund af flótta

Hann segist hafa lært að elska sig. „Ég gat ekki uppfyllt þessar kröfur samfélagsins sem ég var í um að vera þetta allt. Ég er tilfinningaríkur, ég er viðkvæmur, ég er blíður, ég er thinker (minna do’er), bara með eðlilegt typpi, eðlilega vöðva…Þetta er ekki beint þessi steríotýpa karlmennskunnar… en ég er að læra að elska mig eins og ég er… og geri mitt besta.. Sjálfsvíg er ein tegund af flótta og ég virkilega vill að allir strákar viti og auðvitað stelpur,“ segir Hlynur.

Hann segir að lokum ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum að muna að það er von. „Þú ert nóg, þú ert verðugur ást frá þér og öðrum, með þínum kostum og göllum. það er hægt að læra að elska sig það er hægt að vinna sig uppúr þessari vanlíðan. Ef þú ert með sjálfsvígshugsanir, plís gerðu það fyrir mig tjáðu þig við einhvern sem þú treystir. Opnaðu þig, það er í lagi að hafa tilfinningar… þótt þú sért karlmaður…heppilegt að sjálfsvinna er að detta í tísku… tölum saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum