DV tók stöðuna á nokkrum af helstu samkeppnisaðilum H&M
Um helgina var opnuð fyrsta verslun H&M á Íslandi í Smáralind og í september verður önnur verslun opnuð í Kringlunni. Þá stendur til að opna þriðju verslunina á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur á næsta ári. Fjölmargir Íslendingar hafa beðið þessarar nýju viðbótar í núverandi verslunarflór með eftirvæntingu. Í tilefni opnunar H&M tók DV stöðuna á nokkrum af helstu samkeppnisaðilum verslunarrisans á höfuðborgarsvæðinu. Það eru Zara, F&F, Bestseller og Lindex.
Hvernig leggst opnun H&M á Íslandi í ykkur?
„H&M hefur alltaf verið okkar stærsti samkeppnisaðili þrátt fyrir að vera ekki með verslun hér á landi og við fögnum því að fá þá samkeppni hingað heim.“
Hafið þið breytt einhverju hjá ykkur með tilliti til opnunar H&M á Íslandi?
„Það hafa verið umtalsverðar breytingar á verslunum bæði í Smáralind og nú í Kringlunni.“
Hafið þið lækkað verð á vörum nýlega?
„Já, verðið hjá okkur hefur lækkað töluvert þar sem F&F fór í það á síðasta ári að bæta gæði og lækka verð. Verð í F&F eru mjög góð.“
Teljið þið að opnun H&M muni valda minni sölu í ykkar verslun?
„Allir fá sína frumsýningu þannig að áhrifin verða á allan markaðinn fyrstu vikurnar. Sjáum hvernig íslensku verðin verða.“
Hvað hafið þið fram yfir H&M?
„F&F er stór alþjóðleg keðja sem gefur H&M ekkert eftir hvað varðar verð og gæði. Þá erum við einnig með verslanir úti á landi.“
Hvernig leggst opnun HM á Íslandi í ykkur?
„Hún leggst vel í okkur, við fögnum henni. Verslun sem hefur átt sér stað í gegnum árin erlendis flyst nú hugsanlega að einhverju leyti hingað heim.“
Hafið þið breytt einhverju hjá ykkur með tilliti til opnunar H&M á Íslandi?
„Koma H&M er einn liður í breytingum á markaði en við teljum að fólk meti tíma sinn svo að það vilji aukið aðgengi að tískufatnaði, sem við vinnum nú að því að koma til móts við.“
Hafið þið lækkað verð á vörum nýlega?
„Við höfum lækkað verð þrisvar eftir að við opnuðum árið 2011 og aldrei hækkað verð.“
Teljið þið að opnun H&M muni valda minni sölu í ykkar verslun?
„H&M hefur verið einn stærsti aðilinn á íslenskum markaði án þess að hafa verið með verslun hér.“
Hvað hafið þið fram yfir H&M?
„Við erum með okkar eigin áherslur sem við erum mjög stolt af. Við hræðumst ekki samanburð við H&M.“
Hvernig leggst opnun H&M á Íslandi í ykkur?
„Opnun H&M er jákvæð fyrir íslenska verslun og færir hana vonandi heim. Aukin samkeppni er alltaf af hinu góða og heldur okkur á tánum.“
Hafið þið breytt einhverju hjá ykkur með tilliti til opnunar H&M á Íslandi?
„Nei. Við höldum áfram að leggja okkur fram við að vera með gott vöruúrval fyrir ólíka markhópa á sanngjörnu verði.“
Hafið þið lækkað verð á vörum nýlega?
„Verðin hafa lækkað í takt við styrkingu krónunnar á þessu ári.“
Teljið þið að opnun H&M muni valda minni sölu í ykkar verslun?
„Ætli það sé ekki alveg eðlilegt að spá fyrir um minnkandi sölu á meðan spennan er í hámarki og mikil framboðsaukning. Það eru spennandi tímar framundan.“
Hvað hafið þið fram yfir H&M?
„Það sem við leggjum áherslu á er að bjóða gæðavöru á sanngjörnu verði, með breytt vöruúrval – en í takmörkuðu upplagi.“